Björgvin Halldórsson - Hjarta Hafnarfjarðar

Um viðburðinn

HJARTA HAFNARFJARÐAR - TÓNLISTAR OG BÆJARHÁTÍР

Í annað sinn verður haldin tónlistar-og bæjarhátíðin "Í hjarta Hafnarfjarðar"  Boðið verður upp á alls 5 tónleika með fjölda listamanna en þeir eru meðal annars:

-Agent Fresco
-Björgvin Halldórsson ásamt hljómsveit
-Prins Póló
-Bjartmar Guðlaugsson ásamt hljómsveit
-Hjálmar
-Blúsmenn Andreu

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
Annað árið í röð heiðrar Björgvin Halldórsson okkur með nærveru sinni og nú sem Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Björgvin er einn ástsælasti söngvari landsins og án efa eftirlætissonur Hafnarfjarðar. Hann mun ásamt magnaðri hljómsveit flytja öll sín vinsælustu lög . Rokkstjarna árið 1969... og allar götur síðan. Takk Björgvin okkar fyrir allt!

PRINS PÓLÓ
Það dugar ekkert minna en konungborinn mann til að stiga á stokk á undan BO. Við leituðum lengi og alls ekki yfir skammt heldur þurftum alla leið autuar í Berufjörð til að finna einn slíkan. Prins Póló hinn dásamlegi með kórónuna og kyngimagnaða framkomu samþykkti að hita fjalirnar fyrir Björgvin. Við drögum rauða dregilinn út fimmtudagskvöldið 30. ágúst í tilefni komu þessara tveggja stórmenna

ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA
-Bæjarbíó opnar kl 19:00
-Útisvæði opnar kl 19:00
-Prins Pólo kl 20:00
-Björgvin Halldórsson kl 21:00
-Útisvæði lokar kl 00:00
-Bæjarbíó lokar kl 01:00