Megas og Kristinn H. Árnason

Um viðburðinn

Megas og Kristinn H. Árnason flytja óútgefið efni í Mengi þann 1. maí kl. 21. 

Sölusýning á grafíkverkum Megasar stendur yfir og verður til sýnis í búðarrými Mengis í tilefni tónleikanna en hann sýndi verk sín í Alþjóðlegu graf­ík­miðstöðinni í Chel­sea-hverf­inu í New York vorið 2017.
Prógrammið er safn af lögum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera frjáls og ekki þrælar í nauðungarvinnu netsins. 

Þau eru ýmist ný eða nokkuð gömul, sum hafa heyrst á leik- eða listsýningum en aldrei náð inn á þær slóðir sem netklærnar ná til.
Efni þeirra er sundurleitt og enginn samnefnari mögulegur.
Þessir söngvar eru naktir, jafnvel kviknaktir - alveg klæðalausir. 

Takmarkað sætaframboð.
Miðaverð er 3.000 krónur.