Síðan skein sól Unplugged í Hvítahúsinu

Um viðburðinn

Helgi Björns og Síðan skein sól ætlar að stíga á stokk í Hvítahúsinu föstudagskvöldið 20. Apríl og vera með sérstaka Unplugged tónleika.

Sólin var sú hljómsveit sem byrjaði snemma að tileinka sér þetta form á framkomu og fóru þó nokkrar tónleikaferðir þar sem einungis var leikið unplugged og verður nándin og tilfinningin oft hlýrri og persónulegri.

Lög sem fá ekki að heyrast eins oft þegar rokkið er allsráðandi, en fá að blómstra unplugged, lög eins og Ég stend á skýi, Kartöflur, Svo marga daga, Úlfurinn, til að nefna nokkur og einnig er gaman að heyra önnur rokkaðri lög í nettari útsetningum, Geta pabbar, Síðan hittumst við, Nostalgía o.s.fr

Þetta er í fyrsta sinn sem Sólin spilar á slíkum tónleikum í Hvítahúsinu og er tilhlökkunin mikil, það er því um að gera að taka daginn frá og tryggja sér miða á midi.is um leið og miðasala hefst, en miðasalan á þessa einstöku tónleika hefst 3. apríl.

Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir kl. 22:00 miðaverð kr. 4.500