Salka Sól í Bæjarbíói

Um viðburðinn

Í tilefni þess að Salka Sól er að koma með tónleika í fyrsta sinn í Bæjarbíó ætlar VON mathús í Hafnarfirði að bjóða upp á þriggja rétta tónleikamatseðil og miða á tónleika Sölku á eftir þann 04. mai l n.k.

Verð fyrir þriggja rétta mat og tónleika er 9.990. Ath að um takmarkað magn miða er að ræða í mat og á tónleika. Aðeins er um að ræða 11 borð þannig að við hvetjum fólk til að tryggja sér þetta frábæra tilboð í tíma 

Miðasala á miði.is og þar getur þú keypt eftirfarandi fyrir minni og stærri hópa

1 stk 10 manna borð
1 stk 8 manna borð
2 stk 4 manna partýborð - Nánari upplýsingar á Von
6 stk 2 manna borð

Ath að hægt er að panta borð kl 18:30
Tónleikar Sölku hefjast kl 20:30

Salka Sól er ein af ástsælustu söngkonum landsins og hefur vakið athygli með hljómsveit sinni Amabadama. Nú ætlar hún að koma fram með nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landins en með henni verða Guðmundur Óskar á bassa, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur og Tómas Jónsson á píanó. Salka mun syngja lög sem hafa haft áhrif á hana og mótað hana sem einstkaling og listamann. 

Lagavalið er fjölbreytt og skemmtilegt, allt frá Bítlunum og The Beach Boys til Spice Girls og Amy Winehouse. Ásamt því mun hún flytja lög eftir hana sjálfa, bæði þekkt og nýtt efni.