Valdimar í Bæjarbíói

Um viðburðinn

Miðar á Valdimar í mat og á tónleika uppseldir

Þar sem mikið hefur verið um að fólk nýti sér að fara út að borða á undan tónleikum í Bæjarbíói langar okkur að taka höndum saman við VON mathús í Hafnarfirði og bjóða upp á þriggja rétta tónleikamatseðil og miða á tónleika Valdimars á eftir þann 27. apríl n.k

Verð fyrir þriggja rétta mat og tónleika er 9.990. Ath að um takmarkað magn miða er að ræða í mat og á tónleika svo það er um að gera að tryggja sér borð í tíma. 

Miðasala á miði.is og þar getur þú keypt eftirfarandi fyrir minni og stærri hópa

1 stk 10 manna borð
1 stk 8 manna borð
3 stk 4 manna borð
6 stk 2 manna borð

Ath að hægt er að panta borð kl 18:30 - 20:00 og kl 20:00 - 21:20
Tónleikar Valdimars hefjast kl 21:30

Hin frábæra hljómsveit Valdimar heldur tónleika í Bæjarbíó Hafnarfirði 27. apríl.  

Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Plötur sveitarinnar eru orðnar þrjár talsins og hafa þær allar notið hylli áheyrenda sem gagnrýnenda.  Sveitin vinnur nú að nýrri plötu sem er væntanleg á þessu ári.

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.