Blár apríl - Styrktartónleikar

Um viðburðinn

BLÁR APRÍL
Styrktartónleikar fyrir börn með einhverfu

BLÁR APRÍL styrktartónleikarnir verða haldnir í Gamla Bíó föstudaginn 6. apríl kl. 20 (húsið opnar kl. 19), á sjálfan BLÁA DAGINN (svo blár klæðnaður er æskilegur). 

Fram koma:
- Ylja
- Birgir
- Hafdís Huld
- AmabAdamA
- Snorri Helgason
- Moses Hightower

Kynnir verður Ævar Þór Benediktsson, leikari (og stundum "vísindamaður").

Miðaverð í stæði er 3.900 kr. en í sæti 4.900 kr. Allar tekjur af miðasölu renna óskiptar til málefnisins. Sé miðinn greiddur með Aur þá leggur Aur til 500 krónur aukalega í styrk til Blás apríls!

BLÁR APRÍL - Styrktarfélag barna með einhverfu stendur að tónleikunum sem eru liður í árlegu vitundar- og styrktarátaki fyrir einhverf börn. Öll starfsemi félagsins er í sjálfboðavinnu og rennur allur afrakstur átaksins til fræðslu um einhverfu. Hefur styrktarfé verið nýtt til gerðar á fræðslumyndum um einhverfu sem ætluð eru börnum og til námskeiðahalda fyrir foreldra og aðstandendur einhverfra barna. Nánari upplýsingar á blarapril.is.

Komdu, njóttu og láttu gott af þér leiða!

Athugið: Blár klæðnaður er mikils metinn (en ekki skilyrði). 
Því lífið er blátt á mismunandi hátt! #blarapril

Vert er að þakka Egils Kristal, Aur, Midi.is og Gamla Bíó fyrir stuðninginn við framkvæmd þessara tónleika og þá fá allir þeir frábæru flytjendur sem fram koma og gefa vinnuna sína sérstakar þakkir.