Kvöldvaka með Jóni og Frikka

Um viðburðinn

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór hafa þekkst allt frá því að sá síðarnefndi fæddist. Þeir eru einstaklega góðir vinir og eiga sömu mömmuna og sama pabbann. 

Á kvöldvökunni í Gamla Kaupfélaginu munu þeir flytja öll sín vinsælustu lög í bland við önnur og því ekki ólíklegt að lög eins og Í síðasta skipti, Skál fyrir þér, Dönsum eins og hálfvitar, Ástin á sér stað, Gefðu allt sem þú átt, Your Day, Ljúft að vera til og All, You, I fái að hljóma í Kaupfélaginu. 

Þá er léttleikinn í hávegum hafður og munu þeir bræður spjalla á milli laga og þó það verði að öllum líkindum ekki mjög viturlegt sem þeir munu segja þá má reikna með að það verði skemmtilegt.

Klassi, klassi, sjáumst föstudaginn 16.mars í Gamla Kaupfélaginu.