Útgáfutónleikar Guðmundar R

Um viðburðinn

Guðmundur kemur fram ásamt hljómsveit, leikin verða öll lögin af nýju plötunni ásamt eldra efni.
Coney Island Babies mun flytja frumsamið efni auk SúEllen ábreiðu.
Jón Ólafsson spilar með hljómsveitinni en mun auk þess flytja eigin lög, einn og óstuddur.

Í nóvember kom út önnur sólóplata Guðmundar R. Gíslasonar söngvara sem oft er kenndur við SúEllen. Upptökustjóri plötunnar var Jón Ólafsson og sá hann einnig um undirleik ásamt hljómsveitinni Coney Island Babies.
Lagið „Eins og vangalag“ hefur fengið góða spilun. Hér má sjá myndband: https://youtu.be/oOQpjnm1wNk
Platan hefur fengið góða dóma og var meðal annars valinn ein af 20 bestu plötum ársins á Tónskrattanum.
Hún verður plata vikunnar á Rás 2, 22.-28. janúar.