Jólatónleikar Fíladelfíu 2017

Um viðburðinn

Jólatónleikar Fíladelfíu hafa verið fastur liður í jólahaldi fjölmargra Íslendinga undanfarin ár.

Gospelkór Fíladelfíu kemur fram ásamt góðum gestum undir stjórn Óskars Einarssonar.

Einsöngvarar að þessu sinni eru m.a. Svala Björgvinsdóttir, Páll Rósinkranz, Kristina Bærendsen, Sigurður Ingimarsson, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Íris Lind Verudóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir.

Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Pétur Erlendsson, Þórir Úlfarsson, Brynjólfur Snorrason, Jóhann Eyvindsson.

Tónleikarnir gera okkur kleift að styrkja þá sem minna mega sín fyrir jólin.