Jólatónleikar með Sigríði Thorlacius og Valdimar

Um viðburðinn

Jólatónleikar með Sigríði Thorlacius og Valdimar í Versölum, Þorlákshöfn 3. desember.

Einstakir og hugljúfir jólatónleikar sem færa okkur hina einu og sönnu jólastemningu á aðventunni. 

Jólatónleikar þar sem saman koma tveir af okkar ástsælustu söngvurum, þau Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson. Þau ætla að leiða okkur inn í jólahátíðina með fallegum jólalögum.

Sigríður Thorlacius er landsþekkt söngkona. Hún er þekkt fyrir að vera í hljómsveitinni Hjaltalín, ásamt því að vera með vinsæla jólatónleika með Sigurði Guðmundssyni. 

Valdimar Guðmundsson er í hljómsveitinni Valdimar. Hann er þekktur fyrir hugljúfa og fallega rödd sem lætur manni hreinlega líða vel að hlusta á.

Með þau saman að flytja okkur hugljúf jólalög verður enginn svikinn og þetta er viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Kærleiks jólakveðja.