Dúkkulísur og Pálmi Gunnarsson - Það koma kannski jól

Um viðburðinn

Í fyrsta sinn á jólatónleikum, Dúkkulísur og Pálmi Gunnarsson. Gömlu góðu jólalögin í bland við margskonar lög bæði gömul og ný. Jólin okkar rifjuð upp með slatta af englahári og rauðum eplum – hvernig heldur Pamela í Dallas jól?

Dúkkulísur og Pálmi Gunnars munu koma fram á eftirtöldum stöðum:

9. desember – Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
13. desember - Gamla bíó, Reykjavík
14. desember - Bæjarbíó, Hafnarfirði

Í Gamla bíó er hægt að kaupa miða með léttum jólakvöldverði. Setið er við hringborð í sal á fyrstu hæð. 

Fordrykkur með jólabragði
Freyðivínsglas ásamt 5 jólasnittum og jólakonfekti
Jólasíld með eplum og dillmauki
Fennelgrafinn Lax með hunangsdressingu,
Tvíreykt Hangikjöt,aðalbláber og kotasæla,
Hreindýra-pate með nornaseyði og Blóðberg
Hunangsgljáður Kalkún með sætkartöflumauki
Jólakonfekt
verð: kr.3.500- pr/m, sem bætist þá við miðaverð

Húsið opnar kl. 19:00 fyrir matargesti. (Borðapantanir sendist á gamlabio@gamlabio.is).

Mikilvægt að láta vita af sérþörfum með fyrirvara og panta fyrirfram grænmetis- og vegan valkost með því að senda póst á gamlabio@gamlabio.is

Verð án kvöldverðar: 5.900.