Alþjóðlegt Orgelsumar

Um viðburðinn

Stutt lýsing: Á Alþjóðlegu orgelsumri 2017, sem er nú haldið 25. sumarið í röð koma fram afburða konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum. Fimmtudaginn 29.júní mun Örn Magnússon organisti í Breiðholtskirkju flytja hrífandi tónlist eftir F. Couperin og J.S. Bach á stórfenglega Klaisorgel Hallgrímskirkju.


Örn Magnússon tók burtfararpróf á píanó frá Tónlistarskólanum á Akureyri og stundaði framhaldsnám í Manchester, Berlín og London. Örn hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur, bæði sem einleikari og kammertónlistarmaður.

Hann hefur farið í tónleikaferðir víða um heim. Hann er ekki síst þekktur fyrir flutning íslenskrar tónlistar og hefur meðal annars hljóðritað heildarsafn píanóverka Jóns Leifs og einnig heildarsafn söngva Jóns ásamt Finni Bjarnasyni söngvara. Sá geisladiskur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2001.

Undanfarið hefur Örn unnið við rannsóknir á fornri íslenskri tónlist, í handritum og á prenti auk þess að skoða hljóðfæraeign Íslendinga fyrr á öldum. 

Árið 2011 lauk Örn kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og nú í vor þreytti hann einleikarapróf með tónleikum í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Örn starfar nú sem organisti og kórstjóri í Breiðholtskirkju.

Efnisskrá
François Couperin  1668-1773
                          Úr / From: Messe pour les convents
Kyrie
I Plein Jeu
II Fugue sur laTrompette
V Dialogue sur la Trompette de Grand Clavier,
et sur la Montre, le Bourdon et le Nazard du Positif
Gloria
VIII Duo sur les Tierces
XII Trio. Les Dessus sur la Tierce et la sur la Trompette
XIII Recit de Tierce
XIV Dialogue sur les Grands Jeux

Johann Sebastian Bach 1685–1750
                          Prelúdía og fúga í cmoll, BWV 546