Extreme Chill Festival 2017

Um viðburðinn

Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin helgina 6 - 9 Júlí næstkomandi í Reykjavík. 

Hátíðin mun eiga sér stað á 6 mismunandi stöðum í miðborginni,
Húrra, Fríkirkjan, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records & Miðgarður-Center Hotels.

Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Heimsþekktir tónlistarmenn á við The Orb (UK), Mixmaster Morris (UK), Courtesy (DK), Christoper Chaplin (UK), Studnitzky (DE), mæta íslenskum tónlistarmönnum í hæsta gæðaflokki. Fremsta í flokki má nefna Jónas Sen, Jón Ólafsson & Futuregrapher, Gyða Valtýsdóttir, Stereo Hypnosis, Reptilicus, Tonik Ensemble, Mikael Lind, SiGRÚN, Poco Apollo (Halldór Eldjárn) ofl.

Í tengslum við hátíðina í ár verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildamyndin um The Orb “Lunar Orbit” sem hefur unnið til fjölda verðlauna víða um heim: www.lunarorbitfilm.com

Takmarkaðir miðar verða í boði í ár og kostar passinn á hátíðina aðeins 7900 kr. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér passa tímanlega en síðustu ár hefur selst upp og komust færri að en vildu. (p.s. Passinn gildir líka á tónleika The Orb laugardaginn 8 Júlí á Húrra.

“4 daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík”


6 Júlí - Lucky Records (passi gildir/Frítt inn)
6 Júlí - Mengi (Miðasala við hurð, takmarkaðir miðar í boði)
7 Júlí - Bíó Paradís - Lunar Orbit: The Orb Movie (passi gildir, miðasala við hurð)
7 Júlí - Húrra (Tryggvagata 22) passi gildir, dagspassi eða miðasala við hurð.
8 Júlí - Miðgarður - Center Hotels - Frítt Inn.
8 Júlí - Húrra (Tryggvagata 22) passi gildir, dagspassi eða miðasala við hurð
9 Júlí - Fríkirkjan Reykjavík (passi gildir, dagspassi eða miðasala við hurð.