Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose

Um viðburðinn

Reykjavík Dance Festival kynnir í samstarfi við Listahátið tvo dúetta eftir listamennina Jonathan Burrows og Matteo Fargion. 

Verk danshöfundarins Jonathan Burrows og tónskáldsins Matteo Fargion leika á mörkum danslistar, tónlistar, "live art" og kómedíu. Dúettar þeirra eru hnyttnir en á sama tíma ögrandi.  

Á síðustu tólf árum hafa þeir skapað röð dúetta þar sem þeir blanda saman formlegheitum klassískrar tónlistarsköpunar við opnari og oft anarkískari nálgun, og hafa þessi verk skapað þeim gott orðspor á alþjóðavettvangi.  

Both Sitting Duet er frá árinu 2002 og var fyrsta verk þeirra. Það setti tóninn fyrir næstu verk, þar sem finna má frumlega blöndu af húmor og grimmum gáfum. Þeir munu einnig sýna nýjasta verk sitt, Body Not Fit For Purpose, frá árinu 2014, en það var skapað fyrir Feneyjartvíæringinn. Í því verki skella þeir saman pólitík á móti þeirri tómu gleði að dansa og varpa þannig ljósi á tenginguna á milli meiningar og gjörða, auk þess að velta upp alvarlegum spurningum inn á milli hláturskalla áhorfenda.

‘It was certainly one of the funniest and most ingenious dances seen in New York in a long time.’? 

-The New York Times

Sýningin er framleidd á Íslandi af Reykjavík Dance Festival og er hátíðin sjálfstæður samstarfsaðili Listahátíðar.

Body Not Fit For Purpose var styrkt af Feneyjartvíæringnum, og the National Lottery í gegnum Arts Council England.

Lengd: 90 mínútur

Verð: 2800 kr. 

Vinir Listahátíðar fá 31 % afslátt af viðburði þessum.