Persónuupplýsingar

Miði.is ehf. er þjónustufyrirtæki sem selur miða á atburði á vegum tónleikahaldara, leikhúsa, kvikmyndahúsa o.s.frv. Miði.is miðlar til sinna samstarfsfyrirtækja nauðsynlegum upplýsingum frá viðskiptavinum í þeim tilgangi að viðskiptavinir fái umbeðna miða og þá þjónustu sem Miði.is veitir. Til þess að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu geymir Miði.is upplýsingar um kennitölu, netföng og símanúmer viðskiptavina sem ekki verða afhentar þriðja aðila nema með samþykki viðskiptavina. Miði.is geymir ekki kreditkorta upplýsingar sem gefnar eru við kaup á miðum.

Miði.is ehf. leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað þegar um er að ræða upplýsingar sem snerta einstaklinga í viðskiptum við fyrirtækið og brýnir fyrir starfsmönnum að halda þann trúnað. Brot á trúnaðarskyldu varðar áminningu og/eða uppsögn. Meðferð persónuupplýsinga Miði.is ehf. er í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga