Við sáum skrímsli

Um viðburðinn

Við sáum skrímsli
Erna Ómarsdóttir og hópurinn skoða hrylling í gegnum dans, söng, tónlist og myndlist

Eftir og í flutningi Ernu Ómarsdóttur, Valdimars Jóhannssonar, Sigtryggs Bergs Sigmarssonar, Ásgeirs Helga Magnússonar, Lovísu Óskar Gunnarsdóttur og Sigríðar Soffíu Níelsdóttur.

Skrímsli fæðast  í hugum okkar út frá ótta við lífið, náttúruna, myrkrið, dauðann, hið óþekkta.
Skrímslin leynast allstaðar, stundum eru þau hulin öðrum en stundum eru þau auðþekkjanleg. Stundum taka þau sér jafnvel bólfestu í okkar eigin líkama. Útlitið getur vissulega blekkt og mörkin milli veruleika og ímyndunarafls verða óljós. 

Við sáum skrímsli er ljóðrænt verk þar sem hryllingur eins og hann birtist í trúarbrögðum, þjóðsögum, kvikmyndum og í raunveruleikanum er skoðaður í gegnum dans, söng, tónlist og myndlist.

Framleitt af Shalala  í samvinnu við Listahátíð og Þjóðleikhúsið með styrk frá menntamálaráðuneytinu.

Aðrir styrktaraðilar: Kópavogsbær, le CNDC Centre national de danse contemporaine Angers, WP zimmer/Antwerpen.