Hættuför í Huliðsdal

Um viðburðinn

Leikhópurinn Soðið svið í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Hættuför í Huliðsdal
eftir Sölku Guðmundsdóttur

Spennandi og skemmtileg sýning fyrir ævintýrafólk á öllum aldri

Eyja er hugmyndarík en einmana stelpa sem er nýflutt í gamalt, hrörlegt hús úti í sveit. Í herberginu hennar opnast hlið inn í magnaðan töfraheim og afa Eyju er rænt af illskeyttri álfkonu. Í Huliðsdal hittir Eyja fyrir alls kyns furðuverur og þarf að finna hjá sér bæði hugrekki og útsjónarsemi svo henni takist að bjarga afa áður en hliðið lokast á ný. Hættuför í Huliðsdal er spennandi og skemmtileg leiksýning fyrir börn á grunnskólaaldri og annað ævintýrafólk.

Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.