Hugleiðingar um menningarlega fátækt - Reykjavik Dance Festival

Um viðburðinn

Reykjavík Dance Festival

ATH!  Sýningin er hluti af Reykjavik Dance Festival, sem leggur sérstaka áherslu á að kynna dans- og sviðslistir fyrir ungu fólki (sjá frekari uppl. f. neðan), því fylgir með hverjum keyptum miða allt að 5 frímiðar fyrir unglinga (0-20 ára).  Munið bara að senda póst á midasala@tjarnarbio.is þar sem þið tilgreinið hversu marga frímiða þið viljið láta skrá á ykkar miðapöntun (1-5).

Um sýninguna:

Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannson vinna með Íslenska Dansflokknum að því að vekja Fórn til lífsins í samtali við Putrid Saphire, Gumma voodoo prest, hárgeiðslumann, einhyrning og með tónlist.

Allt sem við gerðum í gegnum unglingsárin var hægt að tengja við eitthvað lag sem við heyrðum. Lag sem að veitti okkur innblástur til þess að gera hluti sem við héldum að við myndum aldrei geta gert, lag sem lét okkur trúa því að heimurinn væri fullur af göldrum og undrum, lag sem var fyrir ofan allt annað og lag sem við rákumst á aftur og aftur á mismunandi stöðum lífsleiðarinnar.

Það að alast upp þýðir að þú missir eitthvað af skynjun þinni og öðlast einhverjar aðrar í staðinn. Þroski er þegar heimurinn þinn opnast og þú kemst að því að þú ert ekki í miðjunni á honum. 

Þú getur horft á og hlustað, en þú mundir njóta þess betur ef þú leyfir huganum að taka yfir og leiða þig áfram og taka þátt í verkinu. Spyrja spurninga og vera forvitin/n áður en líf þitt verður fullmótað í föst form og leiðin verður minna skrítin og fyllist af kaos. 

Að komast á aldur þýðir fyrir okkur, epískar tilfinningar, vera í svartholinu þar sem hormónin breytast stöðugt. Tónlist var eitthvað yfirnáttúrulegt fyrir okkar kynþroska sál, andleg og óþekkt, tónlistin var okkar guð.

Þessi viðburður er einn af mörgum í stórri seríu sem að lokum munu verða að fullmótaðri Fórn, eftir Ernu Ómarsdóttur, Valdimar Jóhannsson, Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur og Ragnar Kjartansson. Þetta nýja og spennandi verk verður frumsýnt á RDF í Mars 2017.

Reykjavík Dance Festival - Únglingurinn:

Únglingurinn í RDF er sérstök þriggja daga dans- og sviðslistardagskrá sem enginn táningur í Reykjavík ætti að missa af.  

Hátíðin býður hinum mögnuðu táningum borgarinnar upp á pakkaða dagskrá, fullri af villtum og ögrandi sviðslistaverkum eftir fremstu sviðslistamenn Reykjavíkur og Kanada. Verkin í þessari sérstöku dagskrá eru hugsuð fyrir unglinga og sum þeirra eru meira að segja flutt af unglingunum sjálfum.

Únglingurinn í RDF er hátíð full af hinu óvænta og nýjum upplifunum. Komdu með opinn huga, opið hjarta og hungur í það að skemmta þér - þú munt ekki sjá eftir því. 

Og þú veist aldrei, en þessi upplifun gæti breytt lífi þínu, eða að minnsta kosti umbreytt heiminum í kringum þig - beint fyrir framan þig.