Dare Night - Reykjavik Dance Festival

Um viðburðinn

Reykjavík Dance Festival

ATH!  Sýningin er hluti af Reykjavik Dance Festival, sem leggur sérstaka áherslu á að kynna dans- og sviðslistir fyrir ungu fólki (sjá frekari uppl. f. neðan), því fylgir með hverjum keyptum miða allt að 5 frímiðar fyrir unglinga (0-20 ára).  Munið bara að senda póst á midasala@tjarnarbio.is þar sem þið tilgreinið hversu marga frímiða þið viljið láta skrá á ykkar miðapöntun (1-5).

Dare Night er þátttökusýning búin til af hópnum Mammalian Diving Reflex og unglingum úr Reykjavík. Dare Night mun mana áhorfendur í að framkvæma eitthvað óhugsandi. Brjóta óskrifaðar reglur og lög samfélagsins með því að taka bráðfyndnum, hressandi og stundum hrikalegum áskorunum. 

Dare Night umbreytir því ókunnuga með því að taka áhættur og með því að treysta hinum. En - mikilvægast - það hvetur okkur til þess að opna okkur fyrir hvort öðru, þó það sé bara fyrir þetta eina kvöld. Verið hugrökk! Verið óhrædd! Komið! Við mönum ykkur. 

Höfundar / Authors: Mammalian Diving Reflex & The Torontonians og reykvískir unglingar.
Flytjendur / Performers: Unglingar frá Reykjavík
Ljósmynd / Picture: Konstantin Bock
Verkefnið er unnið í samvinnu við Meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands

Reykjavík Dance Festival - Únglingurinn:

Únglingurinn í RDF er sérstök þriggja daga dans- og sviðslistardagskrá sem enginn táningur í Reykjavík ætti að missa af.  

Hátíðin býður hinum mögnuðu táningum borgarinnar upp á pakkaða dagskrá, fullri af villtum og ögrandi sviðslistaverkum eftir fremstu sviðslistamenn Reykjavíkur og Kanada. Verkin í þessari sérstöku dagskrá eru hugsuð fyrir unglinga og sum þeirra eru meira að segja flutt af unglingunum sjálfum.

Únglingurinn í RDF er hátíð full af hinu óvænta og nýjum upplifunum. Komdu með opinn huga, opið hjarta og hungur í það að skemmta þér - þú munt ekki sjá eftir því. 

Og þú veist aldrei, en þessi upplifun gæti breytt lífi þínu, eða að minnsta kosti umbreytt heiminum í kringum þig - beint fyrir framan þig.