STRIPP

Um viðburðinn

Vinsamlegast athugið

Aukasýning 23.sept. kl.20:30 sýnd á ensku.

„Í gær fór ég í einkaherbergið. Hans borgaði mér 1000 evrur og ég gerði eiginlega ekki neitt. Við settumst í nuddpottinn og töluðum um kapítalisma, sem hann elskar. Ég sagði honum að ég hefði ekki kynmök við viðskiptavinina og hann sagði að það væri allt í lagi. Hann langaði bara að „fühle mich"." - Dagbók Olgu Sonju, 5. september 2013.

Leikkonan Olga Sonja og Pétur Ármannsson úr Dance For Me voru bekkjarsystkini í Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift flutti Olga til Berlínar í leit að starfi í sviðslistum. Til þess að ná endum saman starfaði hún sem strippari.

Hversu mikið hefur þú þénað á einu kvöldi?

Leikhópurinn Dance For Me var stofnaður í kringum samnefnda sýningu sem frumsýnd var á Akureyri vorið 2013 og hafa þau sýnt sýningar sínar víðsvegar um Ísland og einnig á alþjóðlegum listahátíðum í Noregi, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Kanada og Bretlandi.

STRIPP verður frumsýnt á sviðslistahátíðinni Everybody's Spectacular 24. ágúst og opnar nýtt leikár Tjarnarbíós þann 2. september.

Framkvæmd: Brogan Davison, Olga Sonja Thorarensen, Pétur Ármannsson
Dramatúrg: Emelía Antonsdóttir Crivello
Leikmynd: Lena Mody
Búningar: Larissa Bechtold
Tónlist: Gunnar Karel Másson
Listrænn aðstoðarmaður: Björn Leó Brynjarsson
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson
Framkvæmdastjóri: Ragnheiður Skúladóttir
Tungumál: Íslenska og enska
Styrktaraðilar: Mennta- og Menningarmálaráðuneytið, Menningarráð Austurlands
Meðframleiðsla: BIT Teatergarasjen, Lókal Performance Festival, Reykjavík Dance Festival, Indisciplinarte, Tjarnarbíó