Könnunarleiðangur til KOI

Um viðburðinn

Könnunarleiðangur til KOI

Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið...

Könnunarleiðangur til KOI er sjálfstætt framhald af verkinu MP5 sem vakti mikla athygli í Tjarnarbíói á síðasta leikári.

Sviðslistamennirnir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson reyna á þolmörk leikhússins með því að fjalla hratt um pólitískt málefni líðandi stundar. Þeir skrifa handrit, æfa, smíða leikmynd og frumsýna á innan við einum mánuði.

Í MP5 tóku þeir fyrir byssumálið svolkallaða, er vopnvæða átti almenna lögreglu á Íslandi, en núna taka þeir fyrir flóttamannavandann og viðbrögð okkar við honum.

Umsagnir:

„Það er óskandi að Sómi þjóðar lifi, dafni og haldi áfram að búa til gott leikhús.“ - Hjalti S. Kristjánsson, Morgunblaðið.

„…húmor í forgrunni, hugkvæmar og bráðfyndnar sviðsmuna- og leiklausnir, fagmennska og leikgleði.“ - Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás

„Það er margt sem ber að lofa í þessari sýningu! [...] Ég gekk afskaplega glöð út af Könnunarleiðangri til Koi. Þakka ykkur fyrir, Sómi þjóðar.“ - María Kristjánsdóttir, Víðsjá