RDF: Not About Everything + A Retrospective

Um viðburðinn

RDF kynnir: Not About Everything + A Retrospective (double bill)

Verk eftir Daniel Linehan (USA/BE)  og Rebel Rebel (IS)

Líkami stígur inn á sviðið og byrjar að snúa sér í hringi. Hún byrjar rólega, en breytist smám saman í óstöðvandi hringlaga hreyfingu. Innan þessarar þráhyggjulegu hreyfingar, kynnir Daniel Linehan röð tilbrigða, hraðabreytingar og lúmskar breytur og skapar þannig kómískan og flókinn dans. Hann gefur sig allan í þetta líkamlega og andlega erfiða ferli sem felur í sér fjölbreytt verkefni; að tala, að hugsa, að bregðast við, tala til áhorfendanna o.s.frv., alltaf án þess að hætta ævarandi snúningnum.

Linehan segir okkur að hann sé ekki að tala um örvæntingu, úthald, eða stefnu stjórnvalda; hann er ekki að tala um fræga einstaklinga, tæknilega getu eða frumspekileg vandamál. En jafnvel þrátt fyrir að orð hans virðast neita þessum hlutum, þá vekur hann athygli okkar á þessum vandamálum sem kalla á heim mun stærri en þann sem hann hefur skapað innan síns litla hrings.

Með því að snúast endalaust inn í miðju síbreytilegs nets hugmynda, skapar Daniel Linehan öfugt svarthol, rými ruglingslegs svima, en einnig rými þar sem allar þessar hugmyndir geta flogið um og bergmálað.

Höfundur og flytjandi: Daniel Linehan
Ljósahönnun: Joe Levasseur
Dramatúrgía: Juliette Mapp

Daniel Linehan starfaði sem dansari og danshöfundur í Brooklyn, New York í fjögur ár og vann til dæmis með Michael Helland að fjölda verkefna. Hann hefur sýnt eigin verk á á fjöldamörgum stöðum í New York, meðal annars Chez Bushwick, Dance Theater Workshop og The Kitchen. From 2008-2010, lærði hann við einn fremsta samtímadansskóla heims, P.A.R.T.S. í Brussel, þar sem hann býr nú og starfar sem danshöfundur. Sólóverkið Not About Everything var frumsýnt í Dance Theater Workshop í Nóvember 2007. Dúettinn Montage For Three var sýndur árið 2009 í París í Rencontres Chorégraphiques Internationales og tríóið  Zombie Aporia var frmsýnt í Kunstenzentrum Vooruit í Gent árið 2011. Verk hans eru sýnt á hátíðum og leikhúsum víða um heim.

Jafnvel áður en Snæbjörn gat lesið, þá vissi hann að hann vildi verða rithöfundur. En síðan giftist hann Ragnheiði, sem er sannfærð um að hann sé dansari fastur innan í líkama rithöfundar. Eða jafnvel danshöfundur. Í fljótu bragði virðist það auðveldara og fljótlegra að dansa, og innnan skamms hefur Snæbjörn sannfært sjálfan sig um að hætta að skrifa og þýða þess í stað bækur sínar yfir í dans. En hvað er það sem virkilega skiptir máli þegar kemur að góðri þýðingu? Er eins auðvelt að þýða orð yfir í hreyfingu eins og að þýða úr ensku yfir á íslensku? Hvernig er hægt að fanga anda hugmyndarinnar? Ritstíl höfundarins? Getur kóreógrafía komið í staðinn fyrir ritlistina? Geta hugmyndir um pólitík, trú og sálrænar hvatir verið tjáð á fullnægjandi hátt af dansara sem er fastur í líkama danshöfundar?

Verk um mátt tungumálsins, eða skort á honum….

Höfundar og flytjendur: Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarsson
Hljóðvinnsla: Friðjón Gunnlaugsson
Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts
Styrkt af
: Reykjavík Dance Festival, Lókal leiklistarhátíð, Dansverkstæðinu og Myndstef

Rebel Rebel er samastaður þeirra sem trúa á fegurðina, mátt hugmynda og hæfileika mannsins til að tjá allt. Við rebellar höfum hvorki orðaforðann né færnina til að tjá það sem við viljum að ykkur finnist eða líði, okkar hugar eru lokaðir inni af ófullnægandi líkömum sem gerir að það verkum að við getum miðlað okkar listrænu sýn. Samt vonum við að einlægur ákafi okkar skili því að við náum að brjótast út úr takmarkandi veggjum kóreógrafíunnar, að synda út úr skerjabelti tungumálsins - út á haf fegurðarinnar.

Rebel Rebel var stofnað af Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson danshöfundi og myndlistarmanni, og eiginmanni hennar Snæbirni Brynjarssyni, furðusagna- og sviðshöfundi. Þau stofnuðu hópinn til að þýða, ekki bara dans í orð og orð í dans, heldur einnig óorðaðar hugmynir yfir í ómögulegar aðgerðir. Rebel Rebel snýst um að fara handan við fantasíuna, hið furðulega, hið ímyndaða og óímyndaða, handan kóreógrafíu og tungumáls.

RDF mun gefa 50% af innkomu nóvemberhátíðarinnar til samtakanna Light House Relief, sem aðstoðar flóttamenn við eyjuna Lesbos í Grikklandi. Fyrir nánari upplýsingar, heimsækið: www.lighthouserelief.org