Mr Skallagrímsson

Um viðburðinn

Í tilefni af 10. starfsári Landnámssetursins í Borgarnesi mun Benedikt Erlingsson flytja hinn óborganlega einleik sinn um Egil Skallagrímsson. Benedikt frumsýndi einleikinn við opnun Landnámssetursins 13. maí 2006 og sló sýningin algjörlega í gegn. Árið eftir hlaut Benedikt þrjár Grímu tilnefningar fyrir sýninguna og vann 2 Grímur fyrir besta handrit og besta leik í aðalhlutverki. 

Það er okkur því mikið gleðiefni að Benedikt skuli vera tilbúin að koma til okkar aftur á þessum tímamótum og gefa þeim sem misstu af sýningunni kost á að sjá hana og þeim sem endilega vilja koma aftur tækifæri til þess. Við hvetjum fólk til að bóka tímanlega því sýningafjöldi er takmarkaður. Miðapantanir eru í síma 437 1600, á landnam@landnam.is og á midi.is.