Lokaæfing

Um viðburðinn

Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur í uppsetningu Háaloftsins.

 
Hjón á fertugsaldri loka sig af vikum saman niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman mást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa?

Hér er á ferðinni margrómað átakaverk upp á líf og dauða eftir Svövu Jakobsdóttur.

Uppsetning Háaloftsins á Lokaæfingu er hluti af Lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 sem í ár er helguð höfundinum.
Svava Jakobsdóttir (1930-2004), leikskáld og fyrrverandi alþingismaður, var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld og er Lokaæfing eitt þekktasta leikverk hennar.
 
Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir
Aðstoðarleikstjórn: Arnmundur Ernst Backman
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Una Stígsdóttir
Tónlist: Sveinn Geirsson
Lýsing: Arnþór Þórsteinsson