GRRRRLS

Um viðburðinn

Það erum bara við sem höfum verið unglingsstelpur. Við urðum þrettán ára allt breyttist. Við urðum unglingar, við glímdum við vandamál, við vorum elskaðar, og svo vorum við elskaðar aftur af einhverjum öðrum. Við fengum að vita ýmislegt um ýmislegt sem að þú munt aldrei fá að vita, af því við erum unglingsstelpur og það geta ekki allir sagt það. Það eru bara við sem erum unglingsstelpur og bara við sem vitum hvað það merkir. Í raun erum við konur í dulargervi. Við skiljum ástina og jafnvel dauðann. Við höfum hvor aðra og það þýðir eitthvað. 

Ef þú nærð þessu ekki núna, muntu kannski aldrei gera það. Þú hefur þá augljóslega aldrei verið unglingsstelpa. 

GRRRRLS er nýtt dansverk eftir danshöfundinn Ásrúnu Magnúsdóttur. Ásrún lætur hópi unglingsstúlkna sviðið og kannar hvernig samstaðar kvenna og dans reynast svona gengi á okkar tímum.