Splendour

Um viðburðinn

Teknó. Hópur. Hljóðbylgjur ... hvað gerist þegar hljóðið skellur á manneskjunni? 

Í verkinu „Splendour“ vinnur danshöfundurinn Stine Nyberg með þau tilfinningalegu og líkamlegu viðbrögð sem maðurinn upplifir þegar hann nemur hljóð og tónlist. Úr verður blekkingarheimur þar sem áhorfandinn fær ekki betur séð en að dansararnir á sviðinu skapi sjálfan hljóðheiminn. En þrátt fyrir að hver og einn dansi bregðist við á afar persónulegan hátt, kýs hópurinn að dansa saman. Og sjálft verkið öðlast ekki merkingu fyrr en dansararnir og áhorfendur sameina ímyndunarafl sitt í leikhúsinu.