A series of novels never written

Um viðburðinn

Áður en Snæbjörn Brynjarsson lærði að lesa, var hann þegar ákveðinn í að verða rithöfundur. En svo hitti hann Ragnheiði sem heldur því fram að Snæbjörn sé í raun dansari, fastur í líkama rithöfundar. Og nú hefur Snæbjörn þýtt óskrifaðar skáldsögur sínar yfir á hið alþjóðlega tungumál dansins. 

Er þýðing skáldsögu yfir í dansverk jafn auðveld og þýðing úr íslensku yfir á ensku? Nær maður að viðhalda anda verksins, stíl höfundar? Getur óskrifuð metsölubók orðið frábært dansverk?

Höfundar: Ragnheiður S. Bjarnarson & Snæbjörn Brynjarsson
Flytjandi: Snæbjörn Brynjarsson

Húsið opnar kl. 17:30.