Nazanin

Um viðburðinn

„Ég fæddist fyrir 27 árum. Það eru liðin 35 ár síðan Íran varð íslamskt ríki. 35 ár síðan konum var gert að ganga um með slæður, ritskoðun var komið á og frelsi borgaranna var skert. Fyrir 35 árum breyttist allt. Ástandið versnaði til muna – og var það nógu slæmt fyrir.“

Í kjölfar forsetakosninganna 2009 hraktist Nazanin frá Íran vegna pólitískra skoðana sinna. Hún endaði á Íslandi. Og nú stígur hún á svið til þess að segja sögu sína – sem er hreint út sagt mögnuð.

Höfundur og leikstjóri: Marta Nordal
Flytjandi: Nazanin Askari
Video: Helena Stefánsdóttir
Aðstoðarkona: Hanna Steinmair

Húsið opnar kl. 21:45  (27. ágúst) og 15:30 (30. ágúst).