Schönheitsabend

Um viðburðinn

Óhætt er að segja að þau Florentina Holzinger og Vincent Riebeek séu áhugaverðustu og umtöluðustu danshöfundar samtímans. Þau hafa unnið saman að ögrandi og meinfyndnum verkefnum sem taka á fegurðarskyni mannsins, líkamsdýrkun og einstiginu milli erótíkur og kláms. 

Þeirra nýjasta verk, „Schönheitsabend“, sem frumsýnt verður í Vínarborg í ágúst n.k., er unnið út frá ballettinum Shéhérazade frá árinu 1910, og þeirri þörf dansfélaganna frá byrjun 19. aldar að vilja enduruppgötva sjálf sig og dansformið með notkun á exótískum skáldskap.

Florentina og Vincent eru þekkt fyrir ögrandi verk þar sem blandað er saman popp kúltur, erótík og mögnuðum danshæfileikum og er þetta sýning sem enginn áhugamanneskja um dans, leiklist og performans má missa af!

Húsið opnar kl. 18:00.

Vinsamlegast athugið

Þessi sýning er bönnuð einstaklingum undir 18 ára aldri, í sýningunni eru opinská kynlífsatriði