Tell Me Love Is Real

Um viðburðinn

Kvöld eitt veturinn 2012 sátu tveir frægir bandarískir listamenn á hótelherbergjum sínum á vesturströndinni og biðu þess að stíga á svið. Tilviljun réði því að þau tóku bæði inn of stóran skammt af kvíðalyfinu Xanax þetta kvöld. Annað þeirra, söngdívan Whitney Houston, lést, en leikarinn og sviðshöfundurinn Zachary Oberzan lifði af. 

Í kjölfarið hóf Oberzan skrykkjótt bataferli. Hvað er lífið og hvernig ber okkur að lifa þessari ráðgátu sem virðist oft vera eins og lokuð bók? 

Í leiksýningunni „Tell Me Love Is Real“ er tekist á við ást og dauða, jafnt á sviði sem á hvíta tjaldinu. Hetjur á borð við Buddy Holly, Ameliu Earhart, Bruce Lee og Serge Gainsbourg eru kallaðar fram, en Zachary Oberzan treystir þó engum stuðningsaðila betur en áhorfendum í sal.

„Það er hryllilega fyndið að fylgjast með Oberzan (í mynd og á sviðinu) tjá hug sinn og tilfinningaflækjur. Og sorglegra en orð fá lýst“ --VARIETY 

„Sá sem fylgir Zachary Oberzan eftir um þetta völundarhús verður ekki samur á eftir.“ --NEW YORK TIMES 

"Oberzan vegur ekki bara salt á mörkum einlægni og háðs, hann hefur máð út sjálf mörkin.” --VOGUE 

"Hugvitsamleg frásögn, hrífandi og einlæg. Oberzan meinar hvert einasta orð." --TIME OUT NEW YORK 

Framleiðandi/Höfundur/video/Flytjandi: Zachary Oberzan
Dramatúrg/framleiðandi: Nicole Schuchardt
Lýsing/Hljóð/Videó tækni: David Lang
Ráðgjafi: Eike Böttcher
Aðstoð við búninga: Eric Gorsuch 

Húsið opnar kl. 18:00.