Milkywhale

Um viðburðinn

Milkywhale er spánnýtt verk danshöfundarins Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur sem leikur á mörkum tónleika og danssýningar.

Melkorka hefur Ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni tónlistarmanni búið til sýningu þar sem lög eru kóreógraferuð dansverk.

Viðfangsefnið spannar allt frá ást, hvölum og heimi hvítra dýra til mikilvægis þess að bera á sig sólarvörn.

Höfundur og flytjandi: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson
Söngtextar: Auður Ava Ólafsdóttir
Leikmynd og búningar: Magnús Leifsson
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson
Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson
Dramatúrg: Halldór Halldórsson

Sýningin er styrkt af Menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg og unnin í samstarfi við Dansverkstæðið, Lókal og Reykjavik Dance Festival.