Ævintýrið um Augastein

Um viðburðinn

Leikhópurinn Á senunni kynnir enn á ný hina margrómuðu og yndislega fallegu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson, í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds.

Leikritið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins.
Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina sem læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann.
Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta.
Þess má geta að barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og er nú algjörlega uppseld.

Höfundur: Felix Bergsson
Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir
Leikur: Felix Bergsson
Brúður og leikmynd: Helga Arnalds

“Útsetning og hljóðmyndin öll er einfaldlega stórkostleg...”
“Helga Arnalds á heiðurinn af leikmynd og brúðum og allt er það einstaklega stílhrein, góð og frumleg vinna.”
“Felix er hér í sínu besta formi... einlægnin þvílík að sterkt samband myndast við áhorfendur án nokkurra hafta..”
Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið