RDF: Fronting

Um viðburðinn

Þessi hreyfing er tileinkuð Stevie Wonder, Mick Jagger, Tinu Turner, Eminem, Janis Joplin, Fred Durst, Avril Lavigne, Gunnari Ragnarssyni, Kötu Mogensen, Unnsteini Manuel, Högna Egilssyni, David Byrne...

FRONTING hefur þann útgangspunkt að skapa óð til fyrirliða hljómsveita. Þetta er röð sólóa eða tónleika þar sem einblínt er á takta og hreyfingar þeirra sem standa fremst á sviðinu hverju sinni. Sólóarnir eru fluttir af þremur fyrirliðum hljómsveita, Gunnari Ragnarssyni úr Grísalappalísu, Unnsteini Manuel Stefánssyni úr Retro Stefson og Kötu Mogensen úr Mammút. Allir sólóarnir voru unnir í samstarfi við Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts.

Höfundar: Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Graham Roberts, í samstarfi við Gunnar Ragnarsson, Unnstein Manuel Stefánsson og Katrínu Mogensen.

Þakkir: Dansverkstæðið

Hvenær: Fimmtudagurinn 27. Nóvember kl. 21:30
Hvar: Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, 101 Reykjavík
Lengd: 60 mínútur
Miðaverð: 2000 kr