RDF: Solid Gold og Jolie

Um viðburðinn

Solid Gold og Jolie eru tvær sólódanssýningar eftir kanadíska danshöfundinn Ula Sickle, en sýningarnar voru búnar til í samstarfi við dansarana Dinozord og Jolie Ngemi, sem eru bæði frá Kinshasa (Kongó). Í báðum sýningunum skapar hljóðlistamaðurinn Yann Leguay hljóðheim með því að umbreyta líkamshljóði sjálfra dansaranna – röddum þeirra, fótataki og andadrætti.

Sýningin Solid Gold er innblásin af bakgrunni dansarans Dinozord, en hann er fæddur og uppalinn í Kongó. Dinozord sækir efniviðinn meðal annars í hiphop dans, hefðbundinn afrískan dans, fyrstu Broadway skemmtanirnar og dansmyndbönd MTV. Í Solid Gold vitnar Dinozord í verk ótal heimsþekktra flytjenda á borð við Cab Calloway, Chubby Checker, James Brown (tónleikar í Zaire árið 1974), Boogaloo Sam, NYC Breakers & Rock Steady Crew, Michael Jackson og Krumper Tight Eyez, ásamt því að dýfa stóru tánni í N'dombolo dansstílinn frá Kongó. Eftir því sem sýningunni vindur fram, frá einum slagaranum til annars, frá einu tímabilinu til annars, þá stigmagnast hreyfingar dansarans og andardrátturinn verður að hljómagangi, sem dansarinn hreyfir sig í takt við.

Seinni sólódanssýningin, Jolie, hefst í núinu en horfir til framtíðar. Dansarinn Jolie Ngemi tekst á við tungumál samtímadansins með því að endurskapa vinsælustu danshreyfingarnar í Kongó, úr tónlistarmyndböndum og af dansgólfi næturklúbbanna. Í sýningunni tekur Jolie á sig hlutverk Atalaku eða kynnis (MC), en í Kongó er algengt að Atalaku hvetji fólk til að dansa og hreyfa sig í takt við tónlistina. Rödd hennar Jolie er miðlað og verður í raun að tónlistinni sem hún dansar við og endurómun hreyfinga hennar.

Báðar sýningarnar eiga það sameiginlegt að rannsaka poppmenningu og heimsþekkta dansstíla, alþjóðlega útbreiðslu þeirra og hvernig þeir móta samfélagið. Að sama skapi eru sýningarnar áhrifamikill vitnisburður um danssenuna í Kongó, orku hennar, frumsköpun og ekki síst elju dansaranna tveggja í að miðla eigin menningu og áhrifavöldum frá upphafi og til dagsins í dag.

Solid Gold
Höfundar Ula Sickle, Dinozord & Yann Leguay
Leikstjórn Ula Sickle
Flytjandi Dinozord
Hljóð Yann Leguay
Lýsing Ula Sickle
Tæknistjórn Elke Verachtert
Framleitt af Caravan Production (Brussels, BE)

Meðframleiðendur Residencies Les bains Connectives (Brussels, BE), KVS (Brussels, BE), Kunstenwerkplaats Pianofabriek (Brussel, BE), Tangente (Montreal, CA). Með stuðning frá Flemish Community Commission of the Brussels Capital Region (VGC), l’Office franco-québécois de la jeunesse, the Canada Council for the ArtsThanks to Studios Kabako (Kisangani, DRC), Le Fresnoy (Tourcoing, FR) og Kaaitheater (Brussel, BE)

Jolie
Höfundar Ula Sickle, Jolie Ngemi & Yann Leguay
Leikstjórn Ula Sickle
Flytjandi Jolie Ngemi
Hljóð Yann Leguay
Hljóð forritun Sylvain Lebeux
Lýsing Ula Sickle, Peter Fol
Tæknistjórn Elke Verachtert
Framleitt af Caravan Production (Brussels, BE)

Meðframleiðendur Rencontres Chorégraphiques Internationales Seine-Saint-Denis (FR), Kaaitheater (Brussels, BE), KVS (Brussels, BE), B:OM Festival (Seoul, KR) with the support of the Ministry of Culture, Sports and Tourism and the Korea Arts Management Service Residencies KVS & Centre Wallonie-Bruxelles (Kinshasa, DRC), Seoul Arts Space - Mullae (Seoul, KR), Kaaitheater (Brussels, BE), Pianofabriek Kunstenwerkplaats (Brussels, BE). Með stuðning frá Flemish Community Commission of the Brussels-Capital Region (VGC)

Hvenær: Fimmtudagurinn 27. nóvember kl. 20:00
Hvar: Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, 101 Reykjavík
Lengd: 30 mínútur hver sólódanssýning (samtals 60 mínútur)
Miðaverð: 2000 kr.