Unglingurinn

Um viðburðinn

Gaflaraleikhúsið sýndi í fyrra og árið þar áður yfir 40 sýningar af Unglingnum, þrælfyndnu og upplýsandi verki sem fjallar um íslenska unglinga. Verkið er skrifað og leikið  af Óla Gunnari Gunnarssyni og Arnóri Björnssyni sem voru 14 og 15 ára þegar þeir skrifuðu verkið. Unglingurinn fékk frábæra dóma gagnrýnenda og áhorfenda og  hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna í fyrra.

Nú sumar hefur Gaflaraleikhúsinu verið boðið að sýna Unglinginn í Wroclaw í Póllandi og á barna og ungmennahátíð í Tianjin í Kina. 

Í tilefni þessa verður ein aukasýning á Unglingnum fimmtudaginn 11. júní kl 20.00.