1 1/2 (Einn og hálfur)

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Einn og hálfur er sýning sem tengir saman sirkuslistir og brúðuleikhús á frumlegan og undarlegan hátt. Þetta er ljúfsár saga um brúðumanninn Antero og baráttu hans við almenn leiðindi, einmannaleika og heimskuleg ástarbréf, fugla og ljúfsárar minningar. Antero er einmanna en alls ekki einn.

Frida Odden Brinkmann fæddist í Noregi 1983. Hún byrjaði að juggla þegar hún var 9 ára og lærði svo sirkuslistir í 6 ár við AFUK skólann í Kaupmannahöfn, Cirkuspiloterna hjá Cirkus Cirkör í Stokkhólmi og Fratellini í París. Hún hefur unnið sem atvinnujugglari síðani 2008. Hún framleiddi sýninguna „Circo Herencia“ 2010 ásamt Gaston Sanchez og sýndi þá sýningu 100 skipti út um allan Noreg , Spán og Rússland.

Sýningin 1 ½ hentar 8 ára og eldri. Sýningin fer að einhverju leyti fram á ensku og er um það bil hálftími að lengd.

Allir í sirkus! Frábært tilboð á sýningarnar 1 ½ og Betty Combo. Miðaverð 2000 kr. Sýningarnar henta krökkum frá 8 ára aldri og eru um það bil hálftími að lengd. Sýningarnar fara fram í Volcano sirkusþorpinu. (afsláttur kemur sjálfkrafa fram í skrefi #3 í kaupaferlinu)