Pain Solution Cabaret

Um viðburðinn

Gaurarnir í Pain Solution eru hálfklikkaðir en elska það sem þeir gera, og hingað til hafa áhorfendur elskað að horfa á. Þeir bjóða upp á gamansama sýningu sem m.a. inniheldur jafnvægislistir á eldspýtum, flótta úr spennitreyju, lóðum er lyft með líkamslokkum  og eldát.

Sýningin er ekki fyrir þá viðkvæmnustu og fer fram í tjaldinu Heklu. Sýning fyrir þá sem þora!

Sýningin Pain Solution er fyrir 14 ára og eldri og alls ekki fyrir viðkvæma.