S.I.R.K.U.S

Um viðburðinn

Sirkus Íslands býður börnum (á öllum aldri) að vera með í æsilegan og ofurskemmtilegan klukkutíma og sjá bráðfyndinn trúðleik og ótrúleg áhættuatriði í nýrri barnasýningu sem heitir S.I.R.K.U.S.

Áhorfendur verða í svo nánu sambandi við listafólkið að þeim finnst þeir vera hluti af sýningunni og Sirkus Íslands sýnir þeim inn í annan heim þar sem þeir geta gert draumana að veruleika og furðað sig á ótrúlegri færni hins íslenska sirkusflokks.

Fimleikafólk virðist falla frá himnum, listafólk lætur það ómögulega virðast auðvelt og stórskrítnar persónur draga áhorfendur inn í sýninguna, S.I.R.K.U.S. lætur lítil hjörtu slá enn hraðar.

S.I.R.K.U.S sýningin er fyrir yngstu áhorfendurnar, fullkomið fyrir krakka frá 3-10 ára.