Pluto Crazy

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu.

Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist.