Heima er Best Sirkus Íslands

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Heima er best með Sirkus Íslands!

Upp, upp öll saman, dömur mínar og herrar, pabbi og mamma, afi og amma, dragið börnin út úr skúmaskotunum því Sirkus Íslands er mættur í bæinn.

Heima er best er flunkuný sýning hins eina sanna, upprunalega og heimaræktaða sirkusflokks, Sirkus Íslands. Eftir að hafa skemmt landshorna á milli í sjö ár hefur rjóminn af sirkuslistafólki landsins komið saman einstakri sýningu fyrir Volcano sirkushátíðina, sýningu sem fær ykkur öll til að standa á öndinni.

Hefur þig einhvern tíma dreymt að þú gætir flogið?
Getum við virkilega sigrast á þyngdaraflinu?
Hvað er í raun hægt að gera við æfingabolta?

Þrjár risafjölskyldusýningar verða sýndar á báðum helgum hátíðarinnar svo það gefast mörg tækifæri til að berja augum brjálaða blöndu af trylltum trúðslátum, kraftmikla kollhnísa, ótrúlegar listir og undanbrögð og loftfimleika sem bjóða aðdráttaraflinu byrginn eins og Sirkus Íslands einum er lagið. Við sýnum boltafimi, jafnvægislistir á einhjóli og bretti, loftfimleika, húlahopp og margt fleira. Heima er best er íslensk sirkussýning sem öll fjölskyldan verður að sjá.