Animal Religion Show

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Áhorfendur virða fyrir sér listamanninn, ekki ólíkt því sem við gerum þegar við heimsækjum dýragarðinn. Í Animal Religion eru tvö “dýr” (Quim Giron og Niklas Blomberg) með margra ára reynslu af sviðslistum. Trúðslæti, loftfimleikar, dans og tónlist einkenna sýningu þeirra. Animal Religion vilja vekja hið órökrétta og villta í fari áhorfenda, varpa ljósi á undarleg hegðunarmynstur nútíma lífs.

Sýningin fer fram í sirkustjaldi sem heitir Hekla.