Fidget Feet

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Hefur þú einhverntíman verið ástfanginn? Hefur þú þurft að halda fast í hið ljúfa líf? Ekki sleppa mér er danssýning í lausu lofti.

Sýningin notar danshreyfingar og loftfimleika til að tjá þá spennu sem vill ríkja í samskiptum kynjanna og samböndum. Sýningin hefur ferðast um allan heim og er nú loks komin til Íslands og verður ein af aðalsýningum Volcano sirkushátíðarinnar.