Ron Beeri

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Yad verkefnið er sóló verkefni sirkuslistamannsins Ron Beeri. Sýningin kemur með skapandi lausnir á vandamálum sem fyrirfinnast ekki.

Ron skapar í sýningunni absúrd heim sem samt á einhvern hátt gengur upp. Ron er 27 ára jugglari og tónlistarmaður. Hann er fæddur í litlu ”kibbutz” í Ísrael en hefur búið síðast liðin þrjú ár í Stokkhólmi þar sem hann útskrifaðist frá DOCH, sirkuslistaskólanum. Persónuleg nálgun á listina að juggla í takt við tónlist er einkennandi fyrir sýningar hans.

Sýningin fer fram í tjaldinu Kötlu.