Kallo Company

Um viðburðinn

VOL.CAN.O Sirkuslistahátíð 4.-14.júlí 2013

Kallo Collective er líkamlegur leiklistar og sirkuslistahópur. Hópurinn kemur fram víðsvegar um heiminn er býr að öllu jöfnu í Finnlandi, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Stofnmeðlimir hópsins lærðu sirkuslistirnar í leiklistarskóla Jacques Lecoq í París.

Sýningin Members of our Limbs fjallar um mynstur hins hversdagslega veruleika sem eru brotin upp og snúið við í meðferð þriggja trúða sem eru í senn vonlausir og ófyrirsjáanlegir. Óvenjuleg, ógleymanleg frankensteinsleg trúðasýning fyrir alla fjölskylduna.