Circus Curious

Um viðburðinn

Volcano sirkushátíð 4.-14.júlí 2013

Sirkus fyrir forvitna.

Langar þig til að prófa að vera sirkuslistamaður í einn klukkutíma? Sirkus fyrir forvitna gefur bæði börnum og fullorðnum tækifæri til þess að prófa sig í línudansi, juggli, húllahoppi, línudans og diskasnúningi. Í sirkusþorpinu þar sem Volcano Sirkuslistahátíðin fer fram verða allar græjur til staðar sem og atvinnu sirkuslistamenn sem leiðbeina.

Sirkus fyrir forvitna hentar börnum frá 3 ára aldri og uppúr. Kennslan fer fram í sirkustjaldi sem heitir eftir eldfjallinu Kötlu.