Jólasýning grunndeildar Listdansskóla Íslands

Um viðburðinn

Jólasýning grunndeildar Listdansskóla Íslands er árviss viðburður og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á sýningunni dansa nemendur verk jafnt eftir kennara skólans sem virta danshöfunda og virkilega gaman að sjá nemendurna kljást við ólík verk og dansstíla. Allir eru velkomnir á sýninguna þar sem við dönsum inn jólin.