DeAnne Smith

Um viðburðinn

DeAnne Smith - Uppistand

DeAnne Smith er bandarískur uppistandari, búsett í Montreal, Kanada. Síðan hún byrjaði í uppistandi árið 2005 hefur DeAnne slegið í gegn, verið einn af helstu uppistöndurum Montreal og ferðast og komið fram um allan heiminn. Hún hefur nokkrum sinnum komið fram á hinu risastóra Just for Laughs festival í Montreal og unnið til verðlauna sem besti nýi grínistinn á Sydney Comedy Festival 2008 í Ástralíu. Hún hefur komið fram í NBC's Last Comic Standing, The Comedy Network, Channel 10 í Ástralíu og á HBO Canada í fyrra. DeAnne kemur fersk til landsins frá Edinburgh Fringe Festival þar sem hún hefur komið fram síðustu ár, rétt eins og í fyrra, þegar DeAnne birtist skyndilega á klakanum og kom Íslendingum að óvart með frábæru uppistandi.

Ásamt DeAnne mun Rökkvi Vésteinsson koma fram, en þau kynntust í Montreal þegar DeAnne var að byrja í bransanum og hafa oft komið fram saman þar gegnum árin.

"The smart but accessible jokes and engaging presence make a winning combination. Smith's not high-profile yet, but she will be." -The Age * * * * (four stars)

"Witty, out-of-nowhere sideswipe punchlines...This gal's ready for the big leagues." -Time Out Sydney * * * * * (five stars)

"One of the finest wits in the country." -The Montreal Gazette

Uppistandið er hluti af Iceland Comedy Festival 2012.