ÚPS!

Um viðburðinn

Guðdómlega gleðilegur dansleikur Þrír dansarar og einn leikari takast á við frægustu gamanleiki allra tíma í þessari bráðskemmtilegu og nýstárlegu sýningu. Tvíburar, bananar, talandi trúður, godzilla, frystikista, kostulegur asni, glundroði og klósettbursti lifna við og kæta leikhúsgesti á öllum aldri. Úps! er sjóðandi heitt verk úr smiðju Hreyfiþróunarsamsteypunnar í samstarfi við William Shakespeare. Sannkölluð gleðiveisla fyrir höfuð, herðar, hné og tær. Tryggðu þér miða strax - ekki hika!

Leikstjórn: Víkingur Kristjánsson
Dramtúrg: Ásgerður G. Gunnarsdóttir
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Leikmynd: Tinna Ottesen
Framleiðandi: Arna Ýr Sævarsdóttir