Sirkus Íslands kynnir

Um viðburðinn

Sirkus Sóley

Spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, húllahringjum, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir. Búast má við krassandi sirkusatriðum, áhættuatriðum og vænum brögðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi. Frábært tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldunni og skella sér á sirkussýningu á sanngjörnu verði.