Litla Hryllingsbúðin í Bíóhöllinni

Um viðburðinn

Litla Hryllingsbúðin er frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi Föstudaginn - 15.nóvember. Stórglæsileg sýning í vændum, þar sem hæfileika og reynlsufólk er í öllum hornum.  

Skagaleikflokkurinn frumsýnir hinn sívinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken þann 15. nóvember. Allt síðan söngleikurinn var fyrst settur á svið árið 1982 hefur hann farið sigurför um heiminn og verið settur upp í fjölmörgum löndum ár hvert. Sagan segir frá ungum blómasala sem dag einn finnur undarlega plöntu sem á eftir að hafa stórkostleg áhrif á líf hans og allra sem hann þekkir. 

Litla Hryllingsbúðin er grátbroslegur söngleikur sem svíkur engan.

Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð.
Tónlistarstjóri: Birgir Þórisson.

Howard Ashman er höfundur samnefndrar bókar og texta en tónlistin er eftir Alan Menken. Þýðandi óbundins máls er Gísli Rúnar en bundins máls er Magnús Þór Jónsson (Megas).

Hlökkum til að sjá ykkur í Bíóhöllinni á Akranesi, góða skemmtun ;-) 

Byggt á mynd eftir Roger Corman og handriti eftir Charles Griffith.
Upprunanlega settur upp af:
WPA Theatre (Kyle Renick, framleiðandi)
Orpheum Theatre, New York City (af WPA)
Theatre, David Geffen, Cameron Mackintosh og Shubert Organization

Little Shop of Horrors
was originally
Directed by Howard Ashman
with
Musical Staging by Edie Cowan